Friday, December 03, 2004

Að lokum

Þá eru öll verkefni kominn á heimasíðuna mína http://nemendur.khi.is/heimarna/skolastarf/ og er ég virkilega ánægður með útkomuna. Þessi áfangi hefur komið mér skemmtilega á óvart og hefur það verið gagnlegt og gaman að vinna þessi verkefni. Því miður fyrir mig var einn hluti áfangans að blogga reglulega eða 2-3 í viku en það gleymdist í hita leiksins. En ég læri af reynslunni og lofa að blogga betur næst.
Kveðja Heimir

Thursday, November 18, 2004

Tæknivandamál

Það hafa orðið smá tæknivandamál hjá mér með producer. Myndin er víst allof dökk og því verð að taka raksturinn upp aftur. Fer til Höskulds um helgina og fæ að raka mig. Einnig ætla ég að setja tæknisögu mína inn nú í dag.

Wednesday, November 17, 2004

lokahönd

Það eru bara nokkur verkefni eftir þetta hefur gengið fínt. Þá á eftir að setja lokahönd á nokkur verkefni en annars hefur þetta gengið vel.

Wednesday, November 10, 2004

photostory og potatoes

Nú hefur maður aldeilis gleymt sér í blogginu. Maður hefur verið duglegur í verkefnunum og þau eru alveg að klárast. Á ennþá eftir að koma producer verkefninu inn á netið. En það er í fartölvunni minni sem hefur verið í viðgerð í tvær vikur. Þarf víst nýtt lyklaborð. Annars búið að vera skemmtilegt námskeið og mjög gagnlegt.

Friday, October 22, 2004

Skilasíðan

Þá er þetta allt farið að ganga hjá manni. Hér er skilasíðan mín og er víst í Valslitunum sem mér finnst koma alveg ágætlega út. Linkurinn inn á heimasíðuna er http://nemendur.khi.is\heimarna\skolastarf

Wednesday, October 20, 2004

Þýskaland

Ekki væri leiðinlegt að vera atvinnumaður í handbolta í Þýskalandinu. Ég var í Dusseldorf í læknisskoðun (ónýt öxl) og heimsótti í leiðinni engann annan en Einar nokkurn Hólmgeirsson. Hann hefur það ekkert smá gott og var að venju geysilega hress. Bomburnar hans vekja mikla luku í heimabæ hans og tröllið er orðið gríðarlega vinsæll. Heyr Einar

En nú tekur alvaran við og maður verður að fara einbeita sér að verkefnum. Þetta gengur allt frekar hægt hjá mér því tölvur og ég eiga bara ekki samleið. En þetta mjakast allt saman og sum forrit eru mjög skemmtileg. Hilsen Heimir Örn

Wednesday, October 06, 2004

Moviemaker

Í dag fórum við í moviemaker. Mjög einfalt forrit til að búa til skemmtilegar stuttmyndir. Það kemur sífellt á óvart hvað það er auðvelt að vinna við svona forrit.